Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 18

Guðmundar saga dýra 18 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 18)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú er að segja frá þeim Þorgrími öðrum megin fjarðarins. Þeir fóru til skips tólf saman. Þar var annar maður Vigfús prestur Önundarson, þriðji Hámundur bróðir hans, fjórði Sighvatur hinn mikli, fimmti Eyvindur bróðir hans, sétti Fálki Dálksson, sjöundi Starkaður hinn seki, átti Ásmundur, níundi Eyjólfur son Eilífs ristarbeins, tíundi Sölvi Þóroddsson laugarnefs, ellefti Sigurður grikkur, tólfti Þorgrímur bróðir hans. Síðan reru þeir yfir fjörð til Laufáss og lentu hjá skipi þeirra Hákonar og kenndu skipið og gengu til bæjar og fyrst í skála og fundu þar enga búimenn. Þá vildu þeir í stofu og var hún lukt. Þá rufu þeir of skjána. Þá vaknaði Brandur við ókyrrleik og hljóp upp og spurði hverjir þar færu. Þorgrímur kenndi mál hans og kallaði á förunauta sína og mælti: Hér eru þeir inni fjandurnir Arnþrúðarsynir. Síðan köstuðu þeir inn grjóti í skjávindaugun og varð þeim ekki mein að því er inni voru. Hákon spurði hve mannmart þeir hefðu. Þorgrímur svarar: Vart hundrað. Hákon beiddi þeim útgöngu og var þeim eigi leyfð. Þá tóku þeir Þorgrímur eld og báru að stofudurum og kveiktu í arkarskrifli því er þeir máttu þegar í burtu kippa er þeir vildu. En er þeir kenndu reykjarins er í stofunni voru þá báðu þeir að eigi væri brenndur bærinn. Og þá bað Hákon þeim griða en Þorgrímur hét griðum Hákoni og Hildibrandi. Síðan brutu þeir stofuna um skjána og drógu þar út alla þá í festi nema Þorstein Urða-Stein. Hann kvaðst aldrei sig mundu þar láta út draga þótt þar væri allur bærinn brenndur til hans. Og er þeir komu út voru þeir allir handteknir nema Hákon. Hann var laus og var hann úti þar. Og er Erpur prestur kom út mælti hann að Hákon skyldi fara í kirkju og forða sér. Hákon mælti: Eigi þarf eg þess því að mér er heitið griðum. Prestur svarar: Það munu þeir ekki efna er þeir heita góðu. Hákon mælti: Eigi er mér lofað í kirkju að ganga. Prestur svarar. Eg mun það ábyrgjast þótt hann forðaði lífi sínu þannig. Hákon svarar: Eigi mun eg þó í kirkjuna ganga því að mér er eigi lofað. En ef þeir gera mér illt þá er það þeirra. Þá lét prestur kirkjuna standa opna. Þeir Arnþrúðarsynir þrír höfðu prestfund. Þá varð Brandur þess var að hann var laust haldinn. Hann brást við hart og varð laus og komst í kirkju en þeir hljópu eftir honum allt að kirkjunni. Þeir bræður Þorsteinn og Snorri bjuggust við lífláti, þógu hendur sínar og kembdu sér sem til fagnaðar væru að fara. Þá mælti Snorri: Það vildi eg, segir hann, að eg væri fyrr af lífi tekinn en Þorsteinn því að eg treystist honum betur að hann muni fyrirgefa yður þótt hann sjái mig af lífi tekinn. Þá mæltu menn Þorgríms að festa skyldi fyrir augu þeim nakkvað en þeir svöruðu og kváðust ekki þurfa að láta binda fyrir augu sér sem þjófum og sögðust oft hafa vopn séð. Nú var Snorri fyrr hogginn. Það gerði Hámundur Önundarson. Vigfús Önundarson kvað það maklegast að hann vægi að Þorsteini en taldist illa til fallinn er hann var prestur. Fálki Dálksson kveðst fá mundu mann til þess og vó að honum Starkaður hinn seki. Sighvatur hinn mikli gekk að fast og bað að þeir væru drepnir Þórðarsynir, kvað önga mundu Þorgrími verri en þá. Síðan bað Þorgrímur taka þá bræður. Hildibrandur komst að kirkju og gat fengið stoðina og slitu þeir hann af stoðinni og síðan vó Sölvi hann. Þá var Hákon einn eftir. Bað hann að þeir skyldu höggva af honum hönd og fót og fara utan við það og bæta fyrir sér og öðrum og ganga suður. Þorgrímur kvaðst það eigi vilja, að pína hann svo. Hákon bað að þeir skyldu stanga hann til bana en höggva hann eigi. Þorgrímur vildi það eigi. Þá varð engi maður til að vega að Hákoni. Sölvi vildi það eigi vinna því að hann hafði veitt Hákoni tryggðir fyrir víg Þórodds. Þá mælti Sigurður grikkur: Eg mun úr þessu vandræði leysa, að vega að Hákoni. Hákon svarar: Það mundi eg og helst kjósa því að frá þér er eg ómaklegastur þeirra manna er hér eru. Eg tók við þér félausum er þú komst út og veitti eg þér vist. En eg stóð þig þrisvar í hvílu hjá Guðrúnu konu minni. Hákon gaf vopn sín Sölva Þóroddssyni. Síðan vó Sigurður Hákon. Síðan réðu þeir inn í stofuna og brutu upp til Þorsteins og sóttu hann þar en hann varðist vel. Þar var innangengt úr stofunni í matbúr og stökk upp hurðin fyrir Þorsteini er hann kom að og hörfaði hann þangað undan og var særður nær til ólífis. Þá gekk út kona til kirkju og hafði sveinbarn í faðmi sér það er Hildibrandur var faðir að. Sighvatur bað þá höggva sveininn. Þorgrímur mælti: Hvorki skal hér vinna á börnum né konum þótt sjá sveinn verði oss öllum að bana. Síðan fóru þeir Þorgrímur í brott. En Þórður kom heim þá er þeir voru í brottu og sá hvað þar var að sýst og mælti: Ný slátur er hér nú að höndla. Síðan var búið um lík þeirra og voru þeir greftir heima þar Þórðarsynir en þeir Þorsteinn og Snorri voru færðir á Völlu í Svarfaðardal. En er þeir Þorgrímur komu yfir fjörð fengu þeir sér hesta og riðu á Bakka til Guðmundar og rændu þar, tóku vopn öll og hlífar og báru í brott en þeir fundu eigi skjöldu þá er Guðmundur átti besta. Síðan tóku þeir Valgarð Hjartarson, húskarl Guðmundar, og vildu nauðga honum til sagna og vann Sighvatur hinn mikli á honum og hjó á hönd honum svo að hann var einhendur síðan. En þeir fengu ekki af honum og fóru við það í brott ofan á Skeiðshólma og reistu þar tjald því að þeim var von að Guðmundur mundi koma norðan og ætluðu þar að sitja fyrir honum er hann riði frá skipi. Þá fóru heiman af Bakka tveir menn, Sighvatur Saxólfsson og Gissur son Höskulds Fornasonar. Þeir fóru Skjálgsdalsheiði til Eyjafjarðar og svo norður, taka annað hross er annað þraut og nema eigi fyrr stað en norður á Sléttu og hittu þar Guðmund og sögðu honum svo skapað. Guðmundur fékk menn með skipinu en þeir fjórir saman fóru landveg sem þeir máttu skjótast og urðu þeir Þorgrímur eigi fyrr við varir en Guðmundur var heima og hafði mart manna. Síðan fóru þeir Þorgrímur á Laugaland og söfnuðust þar saman margir og lögðu þar til þingmenn og sátu þá hvorirtveggju með fjölmenni og gerðu hvorgir á aðra. Þá kom til vestan Brandur biskup og fýsti þá að hafa eigi setur. Nú fóru þeir Þorgrímur í brott að ráði biskups inn til Eyjafjarðar og suður of heiði til þess er þeir komu á Rangárvöllu þar er í Klofa heitir. Þar bjó Einar Bárðarson er átti Guðrúnu Gísladóttur systur Þorgríms alikarls. Þar voru þeir um hríð. Síðan fylgdi Einar þeim ofan í Odda og tók Sæmundur við þeim vel og voru þar hálfan mánuð. Þaðan fóru þeir upp í Skarð hið eystra til þeirra bræðra Eyjólfs hins óða og Halls prests Þorsteinssona. En þeir voru systkinasynir Hallur prestur og Önundur Þorkelsson. Og er þeir voru brottu úr Odda hittust þeir bræður Sæmundur og Ormur og spurði Ormur tíðinda en Sæmundur segir slík er var. Ormur mælti: Hefir þú heitið bróðir að veita Þorgrími að þessum málum? Sæmundur svarar: Víst hefi eg heldur vænt honum minni umsjá eða hversu líst þér á það eða hvern hlut munt þú að eiga? Ormur svarar: Vita máttu þess von að eg mun aldrei við þig skiljast. En eigi eru þau mál að mér séu óskapfelldri en þessi. Sæmundur spurði hví það sætti. Ormur svarar: Það ætla eg að gangi á metnaður, segir hann. Vér áttum föður þann er hafði mikil metorð hér á landi svo að eigi var sá maður er eigi þætti sínu máli vel komið ef hann skyldi um gera. En nú veit eg eigi, segir hann, hvort meir er frá dæmum um málaefni þau er seld voru eða sættirnar þær er hann gerði nú síðast. Nú hafa þeir það upp goldið, segir Ormur, ófin þau er ger voru er menn ætluðu að aldrei mundu goldin verða og það mundi að sættabrigðum verða. En þeir er við tóku gjaldinu hafa nú rofið og bakferlað allt það er hann mælti um og er mér óskapfellt að veita Þorgrími og svívirða orð föður vors og hann sjálfan og alla oss sonu hans. En þaðan í frá kölluðu menn að dvínaði liðveisla Sæmundar við Þorgrím. Eyjólfur úr Skarði fór til fundar við Sæmund og beiddi að hann legði til með honum og Þorgrími um veturinn og fékkst þar ekki af. Síðan bauð Eyjólfur þeim öllum þar of veturinn. Hallur var fémikill bróðir hans en Eyjólfur var auðnarmaður og bjó sér hvor þeirra. Þá sá Hallur að bú Eyjólfs mundi skamma stund standast og keypti við Þorgrím því að hann tók við búi hans svo sem hann hefði við tekið að fardögum og skyldi Þorgrímur hafa af þurrð og vöxt og hafa svo mart manna sem hann vildi of veturinn. Og var Hallur í vist með Þorgrími en Hallur veitti Vigfúsi Önundarsyni en Hámundur var vestur í Stafaholti með Eyjólfi Þorgeirssyni of veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.