Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 12

Prestssaga Guðmundar góða 12 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 12)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið eftir fór Guðmundur á Miklabæ til vistar. Þar bjó þá Björn hinn auðgi og var þar tvo vetur. Og hin fyrri misseri er hann var þar andaðist Eysteinn erkibiskup. Þá hafði hann áður vígt Jón til biskups Sverrisfóstra til Grænlands. Þá hafði Guðmundur sjö vetur og tuttugu. En hinn síðara andaðist Heinrekur konungur á Englandi. Þann vetur var Jón Grænlendingabiskup á Íslandi í Austfjörðum. Þá drukknaði Ögmundur ábóti um vorið og þá andaðist Kári ábóti. Þessi misseri var Ingimundur prestur í Björgvin og reyndist vitrum mönnum og göfgum þess að merkilegri hans atferð er hann var kunnari og fékk hann virðing mikla af Jóni kuflungi og hans mönnum. Þar var þá og fyrir Ögmundur Þorvarðsson og hafði virðing mikla og tekur hann báðum höndum við Ingimundi presti föðurbróður sínum og bauð honum allt sitt fullting það er hann mætti til leggja. En um vorið hafði Ingimundur prestur farið vestur til Englands kaupferð og kom vestan að hausti til Björgvinjar með mikil gæði víns og hunangs, hveitis og klæða. Þá vilja menn Jóns kuflungs ræna þá. Þá gengur Ögmundur til Jóns kuflungs og mælti svo: Ef Ingi konungur væri á lífi, þá mundi hann eigi ræna láta bræður Þorvarðs Þorgeirssonar ef hann kæmi á vald þeirra og svo Magnús konungur sakir Ara. Nú vænti eg fyrir sakir þeirra og minnar bænar að þér látið fé hans frið hafa. Jón svarar: Vel segir þú og skal það satt vera að hver peningur skal sá frið hafa er hann á og gakk til sjálfur með honum frænda þínum og skal hann guði velkominn og oss. Nú gengur Ögmundur til skips og segir ummæli Jóns. Þá gengu að menn Jóns að átta víntunnum er kaupmenn áttu og spurðu hver ætti en Ingimundur prestur kenndi sér fimm eða fjórar og svo mart annað það er þeir spurðu eftir þar til er þá grunaði að hann væri svo auðigur sem hann sagði og mæltu við hann: Nú sjáum vér prestur að þú munt kenna þér það er aðrir eiga og nennum vér eigi að missa alls. Og taka síðan tunnu eina og hlaust svo til að Ingimundur prestur átti þá og enn tóku þeir sextán alnar klæðis rauðbrúnt er hann átti. Það var allgott klæði. En það vildi hann eigi segja og vildi heldur missa en þá skildi á. Eftir það fær Ingimundur prestur sér herbergi og er þar um veturinn. En er á leið vetur þá ber það til að hann kennir klæði það í kyrtlum hirðmanna er hann hafði ræntur verið um haustið. Honum verður þá rætt um fyrir Ögmundi að hann kennir klæðið og bað hann þó vera láta kyrrt og kvaðst eigi vilja að nakkvað hark stæðist af honum og kvað sig ekki mundu fé skorta. Björn bríkarnef gestahöfðingi hafði ráðið fyrir ráni við Ingimund prest þá er hirðmenn vildu upp gefa.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.