Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 19

Reykdœla saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 19)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
181920

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er sagt að Þorkell Geirason kom út um sumarið í Húsavík
vetri síðar en þessir atburðir voru er nú var frá sagt og fór
hann til vistar til Ófeigs í Skörð. Ófeigur var þá átján
vetra gamall og það segja menn að þeir Þorkell væru
jafngamlir.



Maður er nefndur Þorsteinn og var kallaður varastafur. Hann
bjó í Laxárdal. Hann var hólmgöngumaður mikill og illur
viðureignar. Það er sagt að hann gerir heiman ferð sína
einhverju sinni þess erindis að biðja Þorkötlu dóttur Halls
frá Sandfelli en Hallur sagði að hann mundi eigi gifta dóttur
sína svo vondum manni sem hann var og kvað það mörgum manni
kunnigt vera að varla fékkst meiri ójafnaðarmaður en
Þorsteinn var. Nú bauð Þorsteinn Halli hólmgöngu, sagði þá
reyna mundu hvor ráða skal kosti konunnar. En Hallur nennir
varla að ganga undan því en þóttist þó vera vanfær að ganga í
mót þvílíkum berserk sem Þorsteinn var. Og nú finnast þeir
Hallur og Þorkell Geirason og sagði Hallur Þorkatli hvern
vanda honum hefir til handa borið og svo að ráðin var
hólmgangan með þeim Þorsteini varastaf.



Þorkell kvað Hall nú missa Glúms bróður síns og sagði hann þá
eigi mundu þurfa að ganga á hólm við Þorstein "ef hann væri
hér, svo vingott sem með ykkur var."



Nú bauð Þorkell að hann skyldi ganga á hólm fyrir hönd Halls
en hann kvaðst það gjarna vilja þiggja af honum.



Hallur lét nú taka sverðið Skefilsnaut og er Þorkell skyldi á
hólm ganga fékk Hallur honum sverðið í hendur og kvað það
bíta mundu. Það er nú að segja að þeir Ófeigur og Þorkell
söfnuðu að sér mönnum og bjuggust nú til hólmsins og voru
þeir saman fjórir tigir manna og hélt Ófeigur skildi fyrir
Þorkatli. Þorsteinn hafði og fjóra tigu manna.



Þorsteinn hét maður og var kallaður kvígur. Hann var vanur að
halda skildi fyrir nafna sínum og svo var þá.



Ófeigur hélt nú skildi fyrir Þorkatli og ganga þeir nú á
hólminn. Er svo sagt frá viðskiptum þeirra að Þorkell hjó
Þorstein banahögg.



Og þegar er Þorsteinn var fallinn þá mælti Ófeigur til
Þorsteins kvígs að nú vill hann að þeir gangi á hólminn og
reyni með sér: "Höfum við nú áður haft skemmtan af þeirra
bardaga. Skulum við nú skemmta öðrum mönnum nokkura stund."



En Þorsteinn vill fyrir engan mun í móti mæla er honum var
svo á hólm skorað. Og nú ganga þeir á hólminn og lauk því
máli svo að Þorsteinn fellur fyrir Ófeigi.



Svo er sagt að Þorkell vill nú láta bera aftur sverðið í
kumlið þar sem það var tekið til handa honum en Hallur kvað
það fjarri skulu fara að engi maður skuli njóta svo góðs
gripar og segir að eigi skal aftur bera sverðið. En Þorkell
réð að sverðið var þangað borið. Fara menn nú heim af
hólmstefnunni og þótti mönnum það vera landhreinsan að þeir
nafnar voru drepnir.



Svo er sagt að um nóttina eftir hina næstu bar Þorkatli
Skefil í drauma og kvað Þorkel munu vera góðan dreng og
þakkaði honum hve hann hafði drengilega dugað og svo sverðið
haft "en ef þú hefðir eigi viljað að aftur hefði verið borið
sverðið þá mundir þú hafa goldið þess í nokkuru. En nú mun
fara með okkur annan veg því að nú skal hvorgi illa hafa svo
vel sem þér hefir farið. Og vil eg gefa þér sverðið því að eg
þarf það nú ekki en þú ert svo vaskur maður að eg ann þér
allvel að njóta."



Og nú vaknar Þorkell og var þar komið sverðið og þótti honum
það allgóður gripur og bar það lengi ævi. Þorkell setti bú
saman og bjó hann þar í hinum ytrum Skörðum og þótti hinn
besti bóndi.



Spjótið Vagnsnaut átti síðan Þorvarður Þorgeirsson. Saxið var
og upp tekið úr kumli Nafars og þóttu öll vopnin vera
forkunnar góð sem jafnan bar raun á ef þau voru til nokkurs
höfð. Enn eru hér nokkur merki til sögð.



Svo er sagt að skip kom út við Knarrareyri eitthvert sumar.
Og Skúta fer til skipsins og vó hann þann fyrstan mann í
hefnd föður síns. Sá maður hafði verið í ferð með Steingrími
þá er þeir Áskell börðust og Steingrímur, sem sagt er fyrr í
Reykdæla sögunni frá viðskiptum þeirra. Annan mann drap hann
litlu síðar er þar hafði verið á þeim fundi. Eftirmál var
veitt um þessa menn báða og bætti Þorsteinn þá, bróðir Skútu,
með sínu fé sem rætt var í máldögum með þeim bræðrum. En ekki
kunnum vér með sannindum að segja atburð um líflát þessara
manna en það vitum vér að þetta var hin fyrsta hefnd Skútu
eftir Áskel goða föður hans.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.