Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 29

Ljósvetninga saga 29 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 29)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan fluttust þeir út hjá þeim Eldjárni og var frerið á
strenginum og hafði Hallur vöttu á höndum er hann dró
akkerið.



Þá mælti maður einn til hans: "Óhræddur mun eg fyrir þér
Hallur félagi er þú vattar streng."



Síðan lögðu þeir margir gott til Halls er áður höfðu óþokkast
við hann. Síðan létu þeir í haf. Hallur var knár maður og
liðgóður.



Þá bar norður að Noregi og sigldu suður síðan og höfðu byr
hvassan. Sáu þeir við sker nokkur bát einn og voru á sveinar
tveir og hélt annar skipinu en annar jós.



Þá mælti Þorvarður: "Hjálpum mönnum þessum er að dauða eru
komnir og er skip þeirra fullt."



Kálfur svarar: "Þá leggur þú oss í hættu og vort fé."



Hann svarar: "Eg skal skip ábyrgjast og eigi áttu betra stöðu
til að láta fé en eg."



Kálfur svarar: "Góð þykja mér þín ráð."



Síðan skutu þeir báti, Þorvarður og Hallur, og hlupu þar á og
var þá skip sveinanna fullt. Hundar tveir voru bundnir í
skipinu og fjötraðir við innviðu. Þorvarður greip þann
sveininn er við árarnar sat en Hallur annan og hélt á
hundunum og brá þeim á knörrinn og beittu að eynni. Þorvarður
spurði hverjir þeir voru.



En þeir sögðu að annar hét Óspakur en annar Ósvífur: "Erum
við hundasveinar Úlfs stallara og höfum við þetta af hundunum
hlotið. Tjáði okkur eigi að bíða en er við komum voru þeir í
brott. Erum við systursynir hans og ætluðum heim eftir þeim."



Þorvarður mælti: "Hvað er íslenskra manna með konungi í
mestum virðingum?"



Þeir svara: "Úlfur er þar mest virður en þó er þar annar
maður og heitir Járn-Skeggi."



Síðan gaf Þorvarður þeim feldi tvo og vopn og eftir það
skildu þeir, héldu síðan eftir þeim konungi og spurðu þeir
hvar hann drakk. En er þeir komu þar fagnar Úlfur þeim vel og
spurði um ferðir þeirra.



Þeir kváðust hafa komið skipi sínu á voginn "og voru þar á
góðir drengir og lífgjafar vorir."



Úlfur mælti: "Hverjir eru þeir?"



"Þorvarður heitir einn og er Ljósvetningur, Höskuldsson, og
annar Hallur og er Ótryggsson, aflreyndur maður."



Þá mæltu menn: "Ykkur mundi eigi nær fallið er Íslendingar
dugðu."



Þá mælti Úlfur: "Gerum eigi mikið um þetta."



Skeggi heyrði þetta og hitti konung og mælti: "Eg vildi að þú
veittir mér lið að drepa menn þessa er sakaðir eru við oss"
og sagði honum allan málavöxt.



Konungur mælti: "Það er eigi mitt að láta drepa mína þegna en
þótt nokkur gerist til þá mun á því ömbun verða."



Hann hitti marga menn konungs og gaf þeim fé til fylgis sér.



Þá mælti sveinninn Ósvífur: "Hví lætur þú svo Járn-Skeggi?"



Úlfur svarar: "Hann ásakar menn þá er ykkur hafa lið veitt."



Sveinninn svarar: "Skaltu ekki að hafast eða þverr nú
drengskapurinn þinn?"



Hann svarar: "Eigi mun eg þeirra mun gera."



Sveinninn svarar: "Illt eigum vér að þjóna yður. Mundum vér
nú dauðir ef þeir hefðu eigi hjálpað oss."



Úlfur svarar: "Þetta fær ykkur mikils."



Sveinninn svarar: "Lítið megum við en með Þorvarði skulum við
vera."



Og hlupu þeir þá til strandar, sögðu þeim Þorvarði hvað títt
var.



Þorvarður mælti: "Enn er vandræði um að vera Kálfur. Nú vil
eg kaupa að þér skipið en þér gangið af og gjaldi vor eigi
aðrir menn. En vér munum flytja út grjót."



Kálfur svarar: "Eigi skal svo vera og eigi munum við skilja."



Vildu þeir allir fylgja þeim Þorvarði.



Skeggi hafði fengið til skip.



Hitti hann þá Harald konung og mælti: "Nú er liðið fengið
herra."



Konungur mælti: "Hefir þú fundið Úlf eða hefir þú haft hans
fulltingi við? Þá erum við sáttir."



Síðan hitti Skeggi Úlf og segir honum nauðsyn sína.



Úlfur svarar: "Vel hefir oss við þig líkað og munum vér þar
fyrir veita þér það er þú biður."



Síðan kemur Skeggi fyrir konung og segir honum þessi orð
Úlfs.



Konungur mælti: "Þá hefir hann vel við orðið. En undir væri
þér hvorum megin hann sneri að."



Nú er frá því að segja að Þorvarður mælti til sveinanna:
"Farið til Úlfs. Endast skal oss nú."



"Skilur þá mikið drengskap vorn," segja þeir, "og munum við
eigi skiljast við þig."



Nú fara skip á voginn og er það Úlfur.



"Hvert mun hans erindi?" segir Þorvarður.



Ósvífur mælti: "Hart mun hann að róa ef hann vill illa."



Síðan komu þeir að kaupskipinu og reru kyrrt og lögðu skipi
sínu á sitt borð hvorir. Þorvarður spurði hver fyrir skipunum
ætti að ráða.



Úlfur mælti: "Friðmenn og hafið þér til þess unnið."



Síðan gekk konungur út og sá hvað títt var og mælti: "Skeggi
félagi lát kyrrt vera og leyfi eg engum manni að berjast við
Úlf eða að mínir menn leggist hendur á. Hefir þú hugað þá
menn sektalausa. Er svo fyrir mig komið."



Og er nú eftir vitnum leitað og gengur Þorvarði vel. Skeggi
kvað þá eigi við sig sátta.



Konungur mælti: "Eg hefi athugað málin og sýnist mér sem eigi
hæfi ágangur við þá sem goldið hafa of fjár og flýið land
sitt."



Og lætur konungur þá í friði fara.



Síðan héldu þeir til Danmerkur og fóru austur til Víkur. Þar
hitti Þorvarður góðan dreng er Bárður hét og vingaðist við
hann og fékk honum í hendur Hall Ótryggsson en Þorvarður
bjóst til Róms. Bárður hélt skipi sínu í Austurveg og komu að
þeim víkingar og buðu þeim kost hvort þeir vildu heldur
berjast eða upp gefast og halda lífinu ef þeir veittu féið.
En Bárður kvað það mundu sitt kjör að berjast eigi og því
tóku flestir skipverjar.



Hallur svarar: "Eigi mun eg þrautarlaust upp gefast."



Bárður mælti: "Hættum eigi á við víkinga."



Hallur svarar: "Nú versnar skylduneyti mitt við stórvirkin og
bið þú eigi þess. Mun eg gera það sem eg em fúsari til."



Tók hann þá beitiás einn og varði öðrum megin borðið. Barði
hann á tvær hendur og örkumlaði menn. Og er það sáu
skipverjar hans tóku þeir að dirfast og vörðu öðrum megin
borðið. Fór svo að þeir höfðu sigur kaupmenn.



Þorkell, Brandur og Höskuldur fóru til Róms með Þorvarði
frænda sínum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.