Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gunnl ch. 1

Gunnlaugs saga ormstungu 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gunnl ch. 1)

Anonymous íslendingasögurGunnlaugs saga ormstungu
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þorsteinn hét maður. Hann var Egilsson,
Skalla-Grímssonar, Kveld-Úlfssonar hersis úr Noregi en
Ásgerður hét móðir Þorsteins og var Bjarnardóttir.



Þorsteinn bjó að Borg í Borgarfirði. Hann var auðigur að fé
og höfðingi mikill, vitur maður og hógvær og hófsmaður um
alla hluti. Engi var hann afreksmaður um vöxt eða afl sem
Egill faðir hans því að svo er sagt af fróðum mönnum að Egill
hafi mestur kappi verið á Íslandi og hólmgöngumaður og mest
ætlað af bóndasonum, fræðimaður var hann og mikill og manna
vitrastur. Þorsteinn var og hið mesta afarmenni og vinsæll af
allri alþýðu. Þorsteinn var vænn maður, hvítur á hár og
eygur manna best.



Svo segja fróðir menn að margir í ætt Mýramanna, þeir sem frá
Egli eru komnir, hafi verið menn vænstir en það sé þó mjög
sundurgreinilegt því að sumir í þeirri ætt er kallað að
ljótastir menn hafi verið. Í þeirri ætt hafa og verið margir
atgervismenn um marga hluti sem var Kjartan Ólafsson pá og
Víga-Barði og Skúli Þorsteinsson. Sumir voru og skáldmenn
miklir í þeirri ætt, Björn Hítdælakappi, Einar prestur
Skúlason, Snorri Sturluson og margir aðrir.



Þorsteinn átti Jófríði Gunnarsdóttur Hlífarsonar. Gunnar
hefir best vígur verið og mestur fimleikamaður verið á
Íslandi af búandmönnum, annar Gunnar að Hlíðarenda, þriðji
Steinþór á Eyri.



Jófríður var átján vetra er Þorsteinn fékk hennar. Hún var
ekkja. Hana hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds og var
þeirra dóttir Húngerður er þar fæddist upp að Borg með
Þorsteini. Jófríður var skörungur mikill.



Þau Þorsteinn áttu mart barna en þó koma fá við þessa sögu.
Skúli var elstur sona þeirra, annar Kollsveinn, þriðji Egill.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.