Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 17

Fóstbrœðra saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 17)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir þessi tíðindi er nú var frá sagt tóku þeir Þorgímur
kaupskipsbátinn, þann er þeir Kálfur höfðu til lands haft, og
fóru þá til skips síns. Þorgeir var á skipi út og þeir níu
saman og vissu þeir eigi þau tíðindi er á landi höfðu gerst
því að leiti bar á milli þar sem vatnið var og skipið. Finnur
Þorgeir eigi fyrr en þeir Þórarinn flytja kaupskipið með
tveim bátum þangað til skips þeirra Þorgeirs og allir
herklæddir.



Þeir Þorgeir grípa vopn sín og verjast vel. Þeir Þorgrímur
flytja þá skip sitt að skipi Þorgeirs og leggja borð við
borð. Tekst þá skjótt harður bardagi. Ná þeir brátt uppgöngu
á skip Þorgeirs og láta skammt stórra höggva í milli. Þorgeir
hjó jafnan tveim höndum með öxinni og var lengi það að þeir
komu eigi höggi á hann því að engum þótti girnilegt
gistingarból undir exi hans en þó hlutu það margir. Menn
Þorgeirs féllu brátt. Hljóp hann þá aftur í stafninn og
varðist þaðan því að við mikinn liðsmun var að etja svo sem
Þormóður orti um:



Stirðr réð stafn að varða

strenghreins tugum drengja,

ítr því að ár var heitinn,

auðstjóri þrek, fjórum,

áðr sigreynir sínum,

sár hlutu menn að hváru,

út við eigi litla

erring féll á knerri.



Kennt hefir fjör hve frændum

fólkhneitir skal veita

dýr þó að drengi væri

dylgjusamt að fylgja.

Þreks frá eg Þorgeir eiga,

þau eru orð komin norðan

handargrjóts frá hreyti,

hug, þann er við mun brugðið.



Allir ágættu hans vörn, þeir er vissu hversu hraustlega hann
varðist, og mæltu allir eitt um hans vörn og fræknleik að
menn þóttust eigi hans jafningja fundið hafa. Þorgeir hjó
hart og tíðum af miklu afli og öruggum hug og var honum
sjálfum hugur sinn bæði fyrir skjöld og brynju og þykjast
menn eigi vita þvílíka vörn sem Þorgeir hafði. Almáttigur er
sá sem svo snart hjarta og óhrætt gaf í brjóst Þorgeiri og
eigi var hans hugprýði af mönnum ger né honum í brjóst borin
heldur af hinum hæsta höfuðsmið. Nú fyrir því að þeim
Þorgrími reyndist meiri mannraun að sækja Þorgeir heldur en
klappa um maga konum sínum þá sóttist þeim seint og varð þeim
hann dýrkeyptur því að Þormóður hefir svo um ort að Þorgeir
yrði fjórtán manna bani áður hann féll en tveir eru nefndir í
Þorgeirsdrápu þeir er hann vó þar.



Már hét Austmaður sá er fyrst kom sári á Þorgeir. Hann hjó á
hönd Þorgeiri og er hann hafði það sár fengið þá hjó hann Má
banahögg. Sá maður er annar nefndur er Þorgeir vó síðar er
Þórir hét, Austmaður, er lagði spjóti í gegnum Þorgeir en
Þorgeir gekk á lagið þar til er hann hjó hann banahögg.



Um þennan atburð orti Þormóður vísur þessar:



Hauks frá eg hræva lækja

harðræðis þrot bræði

við sviprunna sennu

sverðs aldregi verða.

Már hét maðr og Þórir

málsnjallr er lét falla,

áðr frágum þá þeirra,

Þorgeir, lokið eirum.



Olli fjör, áðr félli,

flugtrauðr hjarar dauða,

sá var rækjandi hinn ríki

reggs, þretían seggja.

Þar læt eg hjaldrs fyr höldum

hins er þrek gat vinna,

mál téa mín að deilast

mjúk, vígatal lúkast.



Nú er Þórir var fallinn en spjótið stóð í gegnum Þorgeir þá
féll hann eigi. En þá var skammt höggva á meðal því að þeir
Þórarinn og Þorgrímur stóðu nær og unnu þeir þá á Þorgeiri og
við það féll hann og lét líf sitt. Þórarinn ofsi hjó höfuð af
Þorgeiri og hafði í brott með sér.



Svo segja sumir menn að þeir klyfðu hann til hjarta og vildu
sjá hvílíkt væri, svo hugprúður sem hann var, en menn segja
að hjartað væri harðla lítið og höfðu sumir menn það fyrir
satt að minni séu hugprúðra manna hjörtu en huglausra því að
menn kalla minna blóð í litlu hjarta en miklu en kalla
hjartablóði hræðslu fylgja og segja menn því detta hjarta
manna í brjóstinu að þá hræðist hjartablóðið og hjartað í
manninum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.